Blog Layout

Metskráning í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2023

Nú eru 162 fyrirtæki skráð í Fyrirtækasmiðju Ungra frumkvöðla og hafa þau aldrei verið fleiri. Nemendur sem standa bak við þessi fyrirtæki eru 701 og koma frá 15 framhaldsskólum á landinu. Þau koma til með að sýna afrakstur sinn á Vörumessum sem verða þann 24. og 25. mars í Smáralindinni,  27. mars í Vestfjarðarstofu á Ísafirði og 30. mars á Glerártorgi á Akureyri. Það verður áhugavert að sjá hvað nemendur hafa verið að gera frá því að við hófum keppnina um miðjan janúar :-

Eftir Petra Bragadóttir 03 May, 2024
Netaprent er Fyrirtæki ársins 2024 hjá Ungum frumkvöðlum - JA Iceland
Eftir Petra Bragadóttir 26 Apr, 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Eftir Petra Bragadóttir 20 Mar, 2024
Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin í Smáralindinni 12. og 13. apríl nk. Þar munu um 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum munu kynna um 130 fyrirtæki sem þau hafa stofnað á önninni og selja vörur sínar og þjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun setja Vörumessuna kl. 12.00 föstudaginn 12. apríl og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra mun afhenda viðurkenningar fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugasta sölustarfið um kl. 17.30 laugardaginn 13. apríl. Dagskrá daganna má sjá hér að neðan:
Share by: