FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Petra Bragadóttir 26 Apr, 2024
Dómnefnd hefur nú valið hvaða 30 lið af 130 munu keppa til úrslita í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Viðtöl við dómara og kynningar fara fram í Arion banka 1. og 2. maí.
Eftir Petra Bragadóttir 20 Mar, 2024
Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin í Smáralindinni 12. og 13. apríl nk. Þar munu um 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum munu kynna um 130 fyrirtæki sem þau hafa stofnað á önninni og selja vörur sínar og þjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun setja Vörumessuna kl. 12.00 föstudaginn 12. apríl og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra mun afhenda viðurkenningar fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugasta sölustarfið um kl. 17.30 laugardaginn 13. apríl. Dagskrá daganna má sjá hér að neðan:
Eftir Petra Bragadóttir 28 Apr, 2023
Uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla - JA Iceland fór fram í Arion banka fimmtudaginn 27. apríl
Eftir Petra Bragadóttir 24 Apr, 2023
Eftirfarandi 30 fyrirtæki, af 160 fyrirtækjum sem stofnuð vou á önninni, eru komin í úrslit í Fyritækjasmiðjunni og fara í viðtöl við dómara 26. apríl og verða með kynningu á sviði í Arion banka á Uppskeruhátíðinni fimmtudaginn 27. apríl :-)
Eftir Petra Bragadóttir 24 Apr, 2023
Myndir frá Vörumessunum 2023 -smellið hér
Eftir Petra Bragadóttir 11 Mar, 2023
JA Worldwide Nominated for the 2023 Nobel Peace Prize
Eftir Petra Bragadóttir 08 Mar, 2023
Nú eru 162 fyrirtæki skráð í Fyrirtækasmiðju Ungra frumkvöðla og hafa þau aldrei verið fleiri. Nemendur sem standa bak við þessi fyrirtæki eru 701 og koma frá 15 framhaldsskólum á landinu. Þau koma til með að sýna afrakstur sinn á Vörumessum sem verða þann 24. og 25. mars í Smáralindinni, 27. mars í Vestfjarðarstofu á Ísafirði og 30. mars á Glerártorgi á Akureyri. Það verður áhugavert að sjá hvað nemendur hafa verið að gera frá því að við hófum keppnina um miðjan janúar :-
Eftir Petra Bragadóttir 08 Mar, 2023
Fræðslufundur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 16. febrúar. Þar voru mjög áhugaverð erindi frá Arion banka, Hugverkastofunni, KPMG og Landsvirkjun. Streymi frá fundinum: https://vimeo.com/event/2871986 Dagskráin var eftirfarandi 16.00-16.30 Arion banki - Fjármál Jarþrúður Birgisdóttir, þjónustustjóri 16.30-17.00 Hugverkastofan – Einkaleyfi, vörumerki, hönnun Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri 17.00-17.30 KPMG - Frá stofnun til sölu Ævar Hrafn Ingólfsson lögfræðingur hjá KPMG Law Ásta Brá Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri 17.30-18.00 Landsvirkjun – Græn vegferð Landsvirkjunar – loftslag, umhverfi og hringrás auðlindanna Hildur Harðardóttir verkefnastjóri - Loftslag og grænar lausnir
Eftir Petra Bragadóttir 09 Jan, 2023
Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland verður ýtt úr vör í Háskólanum í Reykjavík 12. janúar kl. 17.00-18.00. Þar mun Ragnhildur Helgadóttir rektor HR bjóða fólk velkomið og kynna dagskrá annarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með opnunarávarp. . Vinningshafar Fyrirtækjasmiðjunnar árin 2018, 2020 og 2021, sem eru stofnendur fyrirtækjanna Bökk, Dyngju og Hrauney munu segja frá reynslu sinni af þátttökuninni í Fyrirtækjasmiðjunni og lífinu eftir keppnina. Við vonumst til að sjá sem flesta þátttakendur Fyrirtækjasmiðjunnar 2023 í HR
Petra JA Iceland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra HVIN, Ingibjörg Ösp stjórnarformaður JA Ice
Eftir Petra Bragadóttir 01 Oct, 2022
Samstarfssamningur milli Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og Ungra frumkvöðla - JA Iceland var undirritaður þann 30. september af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og Petru Bragadóttur framkvæmdastjóra. Stefnt er að því að fá sem flesta skóla á landsbyggðinni með í þetta frábæra verkefni og styrkja enn betur nýsköpunarstarf í framhaldsskólum landsins
Sjá eldri fréttir
Share by: