S
P

Um okkur

Ungir Frumkvöðlar á Íslandi voru stofnaðir árið 2002 með þátttöku fjögurra stofnaðila; Gunnars Jónatanssonar, VR, P. Samúelssonar og Sjóvár. Gunnar kynntist starfi samtakana um aldamótin 2000 og leitaði í kjölfarið til fyrirtækja og einstaklinga til að leggja hugmyndinni lið. Við erum frjáls félagasamtök, rekin án hagnaðarsjónarmiða og tilheyrum alþjóðlegum samtökum sem heita Junior Achievement (JA).

JA eru alþjóðleg, frjáls félagasamtök sem starfa í 123 löndum. Um 10.5 milljón nemenda taka þátt í verkefnum á vegum samtakanna víðs vegar um heiminn. Markmið JA er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í skólum.

JA – fyrirtækjasmiðjan hefur hlotið viðurkenningu frá  framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “Best Practice in Entrepreneurship Education”

JA worldwide: jaworldwide.org

JA í Evrópu: jaeurope.org

 

 

 


Markmið

Við stefnum að því að hvetja og undirbúa ungt fólk til að ná árangri í hinu alþjóðlegu  viðskiptaumhverfi.

Grein i mbl 2018


JA í Evrópu (2016)

footprint

  • 41 Meðlimasamtök
  • 450 Stjórnarmenn
  • 849 Starfsfólk JA
  • 33.977 Skólar

Partners

Supporting Partners

Contact Us

JA Iceland / Ungir Frumkvöðlar
Borgartúni 35
IS-105 Reykjavík

Petra Bragadóttir, Framkvæmdastjóri - CEO
+354 892 2728
petra@ungirfrumkvodlar.is