Skil á myndbandi Ungir frumkvöðlar
Síðasti skiladagur er 9. apríl 2025 kl. 16.00
Leiðbeiningar fyrir kynningarmyndband – lesist vel!
Leiðbeiningar fyrir kynningarmyndband – lesist vel!
Hvert fyrirtæki skal senda inn kynningarmyndband sem notað verður í tvennum tilgangi
Fyrir dómnefnd. Dómnefnd fer fyrst yfir myndböndin en styðst svo við lokaskýrsluna til að fá betra yfirlit.
Fyrir heimsíðu Ungra frumkvöðla. Öll myndbönd verða sett inn á sérstaka kynningarsíðu þar sem almenningur getur skoðað allar vörur og þjónustu sem boðið verður upp á í Fyrirtækjasmiðunni 2025.
Í myndbandinu þarf eftirfarandi að koma fram(nokkurn veginn í þessari röð):
1. Nafn fyrirtækis & hugmyndar ásamt nafni skóla
2. Lýsing á viðskiptahugmyndinni. Hér þarf að draga fram:
- Lýsing á viðskiptahugmyndinni
- Hver er þörfin/vandamálið sem ætlað er að leysa
- Hver er lausnin?
- Nýnæmi hugmyndarinnar(ef eitthvað er)
- Hverjir eru aðgreinandi þættir vörunnar/þjónustunnar, miðað við svipaðar vörur/þjónustu á markaðnum
- Hvernig er samkeppnin?
3. Hver er markhópurinn/helstu viðskiptavinir
4. Hvar geta viðskiptavinir nálgast vöruna/þjónustuna
Myndbandið má að hámarki vera 120 sekúndur (við mælum þó með 60 – 90 sek.) að lengd en að öðru leiti er myndbandgerðin frjáls.
Muna bara að draga fram öll ofangreind atriði og setja fram á skýran hátt. Muna einnig að myndir segir meira en 1000 orð…