FYRIRTÆKJASMIÐJAN

Fyrirtækjasmiðjan

Í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á 16 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun sem er hrint í framkvæmd og taka þátt í vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.

Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er með peninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku.


Markmið er:

  • að efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig fyrirtæki eru skipulögð og rekin.
  • að kynna ólíkan starfsvettvang og undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífi.
  • að þróa skilning nemenda á lögmálum efnahagslífsins sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og rekstur fyrirtækja.
  • að hlúa að jákvæðum samskiptum á milli nemenda og fólks/fyrirtækja í atvinnulífinu.


Nemendur læra og framkvæma:

  • þróun viðskiptahugmyndar
  • að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki
  • gerð viðskiptaáætlunar, markmiðasetningu, markaðsmál, fjármál og starfmannamál.
  • að fjármagna eigin rekstur með sölu hlutabréfa
  • um siðferði, samvinnu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku.


Á uppskeruhátíð sem haldin er í apríl ár hvert velur dómnefnd sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla - GEN_E


Fyrirtækjasmiðjan er eins eða tveggja anna námskeið, fyrir 16 -21 árs nemendur. Mentorar úr viðskiptalífinu aðstoða og veita nemendum leiðsögn með fyrirtækið sitt.


JA – fyrirtækjasmiðjan hefur hlotið viðurkenningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “Best Practice in Entrepreneurship Education”

Myndband frá Vörumessunni í Smáralind 2017

Share by: