Frum­kvöðlar úr Versló verðlaunaðir í Brus­sel

Frum­kvöðlafyr­ir­tækið Meira frá Verzl­un­ar­skóla Íslands vann Citi Client Focus verðlaun­in í Brus­sel, sem veitt eru á veg­um Juni­or Achievement (JA) Europe.

Yfir 200 nem­end­ur frá 35 lönd­um tóku þátt í keppni um fyr­ir­tæki árs­ins 2017.

Citi Client Focus verðlaun­in, sem Meira hlaut, eru veitt því fyr­ir­tæki sem þykir skara framúr er varðar þarfagrein­ingu viðskipta­vina sinna ásamt því að reyna að meta hverj­ar framtíðaþarf­ir þeirra koma til með að verða. 

Meira var stofnað í janú­ar á þessu ári í verk­efni á veg­um JA Ice­land – Ung­ir frum­kvöðlar. Í apríl var Meira svo valið fyr­ir­tæki árs­ins í keppn­inni á Íslandi, en fyr­ir­tækið vann einnig til verðlauna fyr­ir mestu ný­sköp­un­ina.

Meira er að þróa sparnaðarapp í farsíma fyr­ir ungt fólk og bygg­ir appið á því að not­and­inn setji sér mark­mið og fylg­ist svo með hvernig hon­um geng­ur að ná mark­miðinu á sýni­leg­an og skil­virk­an hátt.

https://www.jaworldwide.org/blog/team-meira-of-ja-iceland-wins-citi-client-focus-award
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/07/17/frumkvodlar_ur_verslo_verdlaunadir_i_brussel/

Eftir Petra Bragadóttir 2. maí 2025
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í Ungum frumkvöðlum – JA Iceland veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja: · Fyrirtæki ársins – Urri, Menntaskólinn við Sund · Fyrirtæki ársins 2. Sæti – Hjartaborg, Verslunarskóli Íslands · Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Rs. Snúður, Menntaskólinn við Hamrahlíð · Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Marín, Menntaskólinn við Sund · Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Urri, Menntaskólinn við Sund · Áhugaverðasta nýsköpunin – Þörungurinn, Verslunarskóli Íslands · Samfélagsleg nýsköpun – Tilfinningaeyjan, Verslunarskóli Íslands · Áhugaverðasta fjármálalausnin - Mynta, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ · Besti sjó-bissnessinn – Atlas, Verslunarskóli Íslands · Matvælafyrirtæki ársins – Berjabiti, Menntaskólinn við Sund · Besta hönnunin – Andrúm, Tækniskólinn · Áhugaverðasta tækninýjungin – SR Turning, Tækniskólinn · Umhverfisvænasta lausnin – Turnip Up, Menntaskólinn við Sund
Eftir Petra Bragadóttir 1. maí 2025
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“ Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!
Eftir Petra Bragadóttir 27. apríl 2025
Eftirfarandi teymi eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2025: