Fyrirtækið Urri frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2025 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!

fv. Selma Lísa Björgvinsdóttir, Alma Ösp Óskarsdóttir, Ketill Guðlaugur Ágústsson,
Birna Kolbrún Jóhannsdóttir, Aron Valur Gunnlaugsson eigendur Urra.

