Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, er fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020

Enn og aftur var ekki auðvelt verk fyrir dómnefnd að velja sigurvegara, í hinum ýmsu flokkum Ungra frumkvöðla. Þrátt fyrir Covid ástandið, voru 113 fyrirtæki stofnuð í ár og 109 þeirra náðu að skila sér inn í kepnnina að lokum, sendu inn myndband og lokaskýrslu ásamt því að vera með starfsemi alla önnina, þrátt fyrir ástandið. Verður það hreinlega að teljast með ólíkindum og er framar björtustu vonum. Það er greinilega mikill dugnaður í íslenskum ungmennum, við óskum við öllum velfarnaðar og vonandi láta margir þessara nemenda, til sín taka í íslenska frumkvöðlaumhverfinu.


Vegna samkomubanns, var ekki hægt að halda hefðbundna Uppskeruhátíð eins og fyrirhuguð var í Arion banka í dag, með kynningum nemendafyrirtækja á sviði og viðtölum við dómnefnd. Aftur á móti, hafa dómarar náð að fara vel yfir allar hugmyndir þar sem fyrirtækin skiluðu kynningarmyndbandi, sem er nýlunda og árskýrslu. Með þau gögn til stuðnings, gátu dómarar ákveðið vinningshafa í hverjum flokki. Hér eru niðurstöður hennar:


Fyrirtækið Dyngja, úr Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2020. Mun Dyngja keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla


Að Dyngju standa Alexander Sigurðarson – Hönnunarstjóri, Jón Haukur Sigurðarson – Fjármálastjóri og Magnús Benediktsson – Framkvæmdastjóri. Kennari þeirra er Þóra Hrólfsdóttir og ráðgjafi var Þórólfur Níelsen, forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun. Stjórn ungra frumkvöðla, óskar þeim öllum, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.


Sigurvegara í öðrum flokkum, má sjá í töflunni hér að neðan. Hægt er að “klikka” á nafn fyrirtækis til að sjá kynningarmyndband þeirra.


Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn!



Við stefnum að því að vera með Uppskeruhátíð þann 6. maí nk. þar sem viðurkenningarskjöl verða afhent vinningshöfum og einnig öllum þeim sem komust í TOPP 25.

Eftir Petra Bragadóttir 2. maí 2025
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í Ungum frumkvöðlum – JA Iceland veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja: · Fyrirtæki ársins – Urri, Menntaskólinn við Sund · Fyrirtæki ársins 2. Sæti – Hjartaborg, Verslunarskóli Íslands · Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Rs. Snúður, Menntaskólinn við Hamrahlíð · Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Marín, Menntaskólinn við Sund · Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Urri, Menntaskólinn við Sund · Áhugaverðasta nýsköpunin – Þörungurinn, Verslunarskóli Íslands · Samfélagsleg nýsköpun – Tilfinningaeyjan, Verslunarskóli Íslands · Áhugaverðasta fjármálalausnin - Mynta, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ · Besti sjó-bissnessinn – Atlas, Verslunarskóli Íslands · Matvælafyrirtæki ársins – Berjabiti, Menntaskólinn við Sund · Besta hönnunin – Andrúm, Tækniskólinn · Áhugaverðasta tækninýjungin – SR Turning, Tækniskólinn · Umhverfisvænasta lausnin – Turnip Up, Menntaskólinn við Sund
Eftir Petra Bragadóttir 1. maí 2025
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“ Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!
Eftir Petra Bragadóttir 27. apríl 2025
Eftirfarandi teymi eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2025: