Magma Iceland sigrar stóra Evrópukeppni

This is a subtitle for your new post

Fyrirtækið Magma Iceland sigraði á fimmtudagskvöldið keppnina Junior Achievement. Magma Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem var stofnað í Verzlunarskóla Íslands og framleiðir og selur minjagripi í formi skotglasa, handrenndum úr steinleir og hrauni.

Sigurvegarar 37 Evrópulanda tóku þátt í keppninni, sem haldin var í Tallin í Eistlandi. Áður hafði Magma Iceland sigrað í forkeppni heima á Íslandi þar sem hátt í 40 fyrirtæki frá íslenskum framaldsskólum tóku þátt.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hátt í 250 þúsund nemendur víðs vegar úr Evrópu taki þátt í verkefninu á ári hverju með því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Keppnin snýst síðan um að selja dómnefndinni hugmyndina sína. Í dómnefndinni sátu mörg stór nöfn úr evrópsku efnahagslífi og forsætisráðherra Eistlands veitti verðlaunin.

Hér má skoða heimasíðu Magma Iceland.
https://www.vb.is/frettir/magma-iceland-sigrar-stora-evropukeppni/107818/?q=frumkv%C3%B6%C3%B0lafyrirt%C3%A6ki


Eftir Petra Bragadóttir 2. maí 2025
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í Ungum frumkvöðlum – JA Iceland veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja: · Fyrirtæki ársins – Urri, Menntaskólinn við Sund · Fyrirtæki ársins 2. Sæti – Hjartaborg, Verslunarskóli Íslands · Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Rs. Snúður, Menntaskólinn við Hamrahlíð · Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Marín, Menntaskólinn við Sund · Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Urri, Menntaskólinn við Sund · Áhugaverðasta nýsköpunin – Þörungurinn, Verslunarskóli Íslands · Samfélagsleg nýsköpun – Tilfinningaeyjan, Verslunarskóli Íslands · Áhugaverðasta fjármálalausnin - Mynta, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ · Besti sjó-bissnessinn – Atlas, Verslunarskóli Íslands · Matvælafyrirtæki ársins – Berjabiti, Menntaskólinn við Sund · Besta hönnunin – Andrúm, Tækniskólinn · Áhugaverðasta tækninýjungin – SR Turning, Tækniskólinn · Umhverfisvænasta lausnin – Turnip Up, Menntaskólinn við Sund
Eftir Petra Bragadóttir 1. maí 2025
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“ Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!
Eftir Petra Bragadóttir 27. apríl 2025
Eftirfarandi teymi eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2025: