Úrslit Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2022

Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland



Fyrirtækið HAF vítamín, sem er í eigu sex nemenda við Menntaskólann við Sund, þeirra;  Sigurðar Einarssonar, Ása Benjamínssonar, Magnúsar Más Gunnlaugssonar, Dags Steins Sveinbjörnssonar, Jóns Jökulls Sigurjónssonar og Rúnars Inga Eysteinssonar var valið fyrirtæki ársins 2022 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka föstudaginn 29. apríl. Mun HAF vítamín keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Tallin, Eistlandi dagana 12. – 14. júlí 2022. Um 4.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2022“

 

35 fyrirtæki frá 14 framhaldsskólum, voru valin úr hópi 124 fyrirtækja, til að taka þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2022.

 

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir for­stöðumaður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland veittu eftirfarandi verðlaun:


·      Fyrirtæki ársins 2022: Haf vítamín - Menntaskólinn við Sund

·      Fyrirtæki ársins - 2. Sæti: DOZE – Verslunarskóli Íslands

·      Fyrirtæki ársins - 3. Sæti: Pósters – Verslunarskóli Íslands

·      Mesta nýsköpunin: Zomnium – Verslunarskóli Íslands

·      Besta fjármálalausnin: Strokkur – Fjölbrautaskólinn við Ármúla

·      Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna – Verslunarskóli Íslands

·      Samfélagsleg nýsköpun:  Yfir fjallið – Borgarholtsskóli

·      Besta hönnunin: Lesspenna - Menntaskólinn við Hamrahlíð

·      Besta tæknilausnin: Flutningstorg – Verslunarskóli Íslands

·      Umhverfisvænasta lausnin: Rás – Verslunarskóli Íslands

·      Besta matvælafyrirtækið: MAKAJ – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

·      Besta „deililausnin: Fataport – Verslunarskóli Íslands

·      Fallegasti sölubásinn: Esja skart – Verslunarskóli Íslands


Einnig fékk vinningsfyrirtækið HAF vítamín 250.000 kr. styrk frá Nýsköpunarsjóði til að vinna að hugmynd sinni.





Eftir Petra Bragadóttir 2. maí 2025
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í Ungum frumkvöðlum – JA Iceland veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja: · Fyrirtæki ársins – Urri, Menntaskólinn við Sund · Fyrirtæki ársins 2. Sæti – Hjartaborg, Verslunarskóli Íslands · Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Rs. Snúður, Menntaskólinn við Hamrahlíð · Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Marín, Menntaskólinn við Sund · Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Urri, Menntaskólinn við Sund · Áhugaverðasta nýsköpunin – Þörungurinn, Verslunarskóli Íslands · Samfélagsleg nýsköpun – Tilfinningaeyjan, Verslunarskóli Íslands · Áhugaverðasta fjármálalausnin - Mynta, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ · Besti sjó-bissnessinn – Atlas, Verslunarskóli Íslands · Matvælafyrirtæki ársins – Berjabiti, Menntaskólinn við Sund · Besta hönnunin – Andrúm, Tækniskólinn · Áhugaverðasta tækninýjungin – SR Turning, Tækniskólinn · Umhverfisvænasta lausnin – Turnip Up, Menntaskólinn við Sund
Eftir Petra Bragadóttir 1. maí 2025
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“ Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!
Eftir Petra Bragadóttir 27. apríl 2025
Eftirfarandi teymi eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2025: