VÖRUMESSAN FELLUR NIÐUR!

Kæru kennarar og nemendur

Því miður verðum við að aflýsa Vörumessunni í Smáralindinni þetta árið þar sem fjöldi þeirra sem mega koma saman fer bara úr 10 manns í 20 manns núna á miðnætti. Við hefðum þurft að hafa amk. 50 manns sem leyfilegan fjölda til þess að geta verið með Vörumessuna í Smáralindinni.

Meðan smit eru að greinast utan sóttkvíar þá getum við átt von á því að samkomutakmarkanir fari aftur í 10 manns meðan verið er að koma í veg fyrir þessi smit. Ég veit að Vörumessan er okkur mjög mikilvæg en því miður getum við ekkert gert í þessu meðan staðan er eins og hún er. Það er of mikil áhætta.


Skiladagur á Lokaskýrslu er áfram 20. apríl. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar og fylgja þeim eftir áður en henni er skilað inn: https://ungirfrumkvodlar.is/arsskyrsla/


Hér eru leiðbeiningar fyrir skýrsluna sjálfa og hvað hún á að innihalda: https://ungirfrumkvodlar.is/wp-content/uploads/2021/04/Leidbeiningar-fyrir-lokaskyrslu-2021b.docx. Mikilvægt er að lokaskýrslan innihaldi allar upplýsingar um vöruna og myndir af framleiðsluferlinu ef það á við.

Ég ætla að biðja ykkur um að vanda mjög til verks og fylgja leiðbeiningum þar sem dómnefndin verður mjög líklega að reiða sig á myndbönd og lokaskýrslur til að finna vinningshafa þetta árið.


Uppskeruhátíðin er fyrirhuguð þann 30. apríl í Arion banka, en að sjálfsögðu verðum við að aðlaga okkur að þeim takmörkunum sem verða í gildi á þeim tíma.

Eftir Petra Bragadóttir 2. maí 2025
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í Ungum frumkvöðlum – JA Iceland veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja: · Fyrirtæki ársins – Urri, Menntaskólinn við Sund · Fyrirtæki ársins 2. Sæti – Hjartaborg, Verslunarskóli Íslands · Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Rs. Snúður, Menntaskólinn við Hamrahlíð · Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Marín, Menntaskólinn við Sund · Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Urri, Menntaskólinn við Sund · Áhugaverðasta nýsköpunin – Þörungurinn, Verslunarskóli Íslands · Samfélagsleg nýsköpun – Tilfinningaeyjan, Verslunarskóli Íslands · Áhugaverðasta fjármálalausnin - Mynta, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ · Besti sjó-bissnessinn – Atlas, Verslunarskóli Íslands · Matvælafyrirtæki ársins – Berjabiti, Menntaskólinn við Sund · Besta hönnunin – Andrúm, Tækniskólinn · Áhugaverðasta tækninýjungin – SR Turning, Tækniskólinn · Umhverfisvænasta lausnin – Turnip Up, Menntaskólinn við Sund
Eftir Petra Bragadóttir 1. maí 2025
Fyrirtækið Urri sem framleiðir hundaleikfang sem er unnið úr notuðum fiskinetum, tennisboltum og fiskiroði. Urri er í eigu fimm nemenda í Menntaskólanum við Sund í þeirra; Ölmu Aspar Óskarsdóttur, Birnu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, Ketils Guðlaugs Ágústssonar, Selmu Lísu Björgvinsdóttur og Aron Vals Gunnlaugssonar. Uppskeruhátíðin fór fram í höfuðstöðvum Arion banka miðvikudaginn 30. apríl. Urri mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2025 sem fer fram í Aþenu, Grikklandi , dagana 1. – 3. júlí. Um 6.500.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2025“ Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!
Eftir Petra Bragadóttir 27. apríl 2025
Eftirfarandi teymi eru komin í úrslit í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland 2025: